HVAÐA SÓLARVARNARSTUÐUL Á ÉG AÐ VELJA?

May 11, 2016 1:28 pm Published by Leave your thoughts

Hvaða styrktarstuðul þú þarfnast hefur að gera með húðgerð þína, hversu lengi húðin mun verða í sól og á hvaða tíma dags, við hvaða aðstæður þú ert og hvað þú aðhefst. Ef þú ert með viðkvæma húð og/eða tekur inn lyf sem hafa áhrif á ljósnæmni húðarinnar eða hefur farið í húðmeðhöndlun sem gerir húðina viðkvæmari þá skaltu nota hærri stuðlanna. En það er kannski ekki nauðsyn að hafa hæstu stuðlanna ef þú ætlar að fara út í stutta útiveru, hlaup, göngu eða sitja úti í hádeginu. Þegar húðin er orðin brún nota margir lægri stuðla á líkamann en nota alltaf hæstu stuðlanna á úttsetta líkamshluta, eins og andlit, háls, bringu og axlir ásamt höndum.

Algeng skoðun er að það séu eingöngu þeir sem hafa ljósa húð sem þurfi að nota sólvörn með háu SPF eða nota sólvarnir almennt. En staðreyndin er að allir ættu að nota sólvörn, líka þeir sem eru orðnir piparkökubrúnir eða verða strax sólbrúnir án þess að brenna. Þó svo að þú brennir ekki eða húðin sé orðin vön sólinni þá skaðast húðin samt af UVA-geislunum þar sem þeir geislar ná langt niður í neðri húðlög og geta orsakað húðskaða og húðkrabbamein til lengri tíma litið, jafnvel á unga aldri. Allt niður í 15 ára unglinga hafa greinst með sortuæxli vegna sólskaða. Sólin er stærsti orsakavaldur húðöldrunar og er sjáanlegt sem slök húð, hrukkur og húðblettir. Við mælum með að öll börn undir 16 ára aldri noti alltaf SPF30 eða SPF50.

Categorised in: ,

This post was written by Evy Technology

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *