EVY Sólarvörn byltingarkennd sænsk uppfinning byggir á einkaleyfisskráðri húðvarnar formúlu þróuð fyrir viðkvæma húð, leik og útivist í sólinni.

Lesa Meira

VELDU VÖRNINA
SEM HENTAR ÞINNI HÚÐ

 • Se alla
 • Se alla
 • Se alla
 • Se alla
 • Se alla
 • Se alla
 • Se alla
 • See all
 • SPF 10 LOW STERK HÚÐ EÐA ÞEGAR SÓLBRÚN
 • SPF 20 MEDIUM MEÐALSTERK HÚÐ
 • SPF 30 HIGH VIÐKVÆM HÚÐ
 • SPF 30 KIDS BÖRN – OG ALLA FJÖLSKYLDUNA
 • SPF 50 HIGH FYRIR OFURVIÐKVÆMA HÚÐ
 • AFTERSUN FYRIR ANDLIT OG LÍKAMA, KÆLANDI 12 TÍMA RAKI OG JAFNAR HÚÐLITINN
 • DAILY UV FACE MOUSSE DAGLEG UV VÖRN OG HÚÐUPPBYGGING TIL AÐ NOTA ALLT ÁRIÐ

SEX ÁSTÆÐUR
AÐ HÚÐLÆKNAR
MÆLA MEÐ EVY

-->

FYRIRBYGGIR ÓTÍMABÆRA ÖLDRUN

Sólin er ábyrgð fyrir 90% af ótímabærri öldrun húðarinnar. Einn af hverjum þrem norðulandabúum má varlega áætla hafa sýnilega sólskaðaða húð. Því er það viturleg og ódýr fjárfesting að nota daglega sólarvörn af bestu gæðum. Auk einstakrar grunnformúlu og sólarfiltra af hæstu gæðum þá veitir EVY yfir 90% UVA vörn, í öllum spf styrkleikum Frá spf10 til spf50. Því til viðbótar er viðbætt C og E vítamín, kollagen og silkiextrakt til að vinna gegn og lagfæra sólskaða í húðinni.  EVY bæði verndar og færir húðinni mikinn raka. Vegna þess hve EVY sólarvörur verndar húð þína vel fyrir sólbrunaskaða þá getur litamelanin húðarinnar myndað fallega sólbrúnan húðlit sem helst lengi.

VERNDAR VIÐKVÆMA HÚÐ

EVY er þróað fyrir ofurviðkvæma húð er því mælt með af húðlæknum einnig fyrir þá sem hafa Vitiligo-skjallblettir því húðin tapar verndandi litafrumum blettavís eða alveg öll húðin. Húðlæknar mæla einnig með EVY fyrir þá sem líða af sólarexem og sólarofnæmi, og húð sem þolir almennt illa sólarvarnir. EVY verndar húðin fyrir salti, klór, húðþurrk og vindi. Verndar húðraka og styrkir húðina. Ofnæmisprófað.

MILD FORMÚLA FYRIR BÖRNIN

Allar vörur okkar eru mildar, ofnæmisprófaðar, og hafa meðmæli húðlækna, barnavörnina má nota frá 6 mánaða aldri. Fyrir 16 ára og yngri er mælt með að nota aldrei lægri varnarstuðul en spf30. Það gildir líka börn sem hafa dekkri húð eða orðin sólbrún því mikilvægt er að vernda óþroskað melaninfrumur í húð barna. Formúlan skolast ekki burt, þolir leik, íþróttir, sund og sjó og mikil ærsl. Með EVY fæst örugg 5 stjörnu UVA vörn ásamt UVB vörn.  Ekkert klístur og engar nanóeindir eins og algengt er í barnasólarvörn.  Engin  hvít slikja eða taumar í vatni. Börn elska mjúka hlýja froðuna, sem auðvelt er að bera á húðina, rennur ekki í augun, húðin andar og svitnar eðlilega engin ilmefni  eða paraben. Það ber að fylgja ráðleggingum húðlækna sem almennt segja forðist að vera of lengi í sól,  berið reglulega,  jafnt og ríkulega á húðina til að uppgefin varnarstuðull náist.

UPPÁHALD FÖRÐUNARMEISTARA

Við kvikmyndatökur getur það verið stórvandamál ef húð leikaranna sólbrennur. Húð- og förðunarfræðingar velja EVY til að vera örugg því EVY er extra  langvirk, þolir sminkið og svitann.  Evy verndar í allt að 6 tíma, þar sem formulan er laus við klístur og áferðin  er mött gengur vel að farða yfir. Íslenskir förðunarfræðingar í fremstu röð, nota EVY við kvikmyndatökur upp á jöklum, og langar útisenur.  Við tökur á kvikmyndum og erlendum  safariferðaþáttum hafa þátttakendur og leikarar verið verndaðir gegn sólinni með EVY. Fríða María Harðardóttir, Heba Þórisdóttir nota EVY

EINSTAKLEGA VELPRÓFAÐ

Fyrir þá sem er í ofuríþróttum og etja við erfið náttúruskilyrði Fer sérstaklega mikilvægt að geta treyst á sólarvörnina. Við erum serstakjlega stolt hve oft EVY er valin af íþróttafólki sem gerir  hæstu kröfur.  Áhöfnin í EF bátunum sem kepptu í  Whitbread Around the World og voru í 9 mánuði út á sjó völdu af öllum sólarvörnum að nota EVY í söltum sjó undir berum himni. Sænska fjölþrautaliðið sem keppir út allan heim notar EVY. Sænska liðið í Atlantic Rowing Race er ein af mörgum afreksþróttafólki sem finnst EVY reynast bestavörnin. Hér á landi hafa Pólfara á bæði norður- og suðurpólinn valið EVY sem hafði áður nafnið Proderm.  Sænska golflandsliðið hefur opinberlega útnefnt EVY sem sína sólarvörn. Sænska hjólreiðalandsliðið notar EVY og veit að þegar svitinn bogar af mönnum þá reynist EVY vel. Hvort sem þú syndir, hleypur maraþon, klifrar í klettum Himalayafjalla eða á Hornströndum, spilar blak eða stundar sjóskíði  þá getur þú verið viss um að EVY stenst aðstæðurnar. Óháð prófunarfyrirtæki sem prófar útvaldar sólarvarnir í 18 mánuði við erfiðust aðstæður gaf EVY þá einkunn að vera besta sólarvörnin,  tvö skifti í röð.

AFREKS ÍÞRÓTTAFÓLK

Lesið meira til að vita af hverju svo margt afreks- og ævintýrafólk velur að nota EVY.

SPURNINGAR
OG SVÖR

 • Daily UV Face Mousse

  EVY Daily UV Face er til daglegra nota til húðuppbyggingar og jafnframt allt að 6 tíma full sólarvörn gegn skaða af UVA og UVB geislum og ytri mengunarvöldum. Hyaluronicacid, kollagen, silkextrakt ásamt C- og E-vítamíni byggja upp húðina. Dagleg notkun fyrirbyggir brúna húðbletti og ótímabæra húðöldrun af völdum sólarinnar. Styrkir varnir húðarinnar, húðin fær fallegan ljóma, mýkir og þéttir húðina. Daily UV Face bindur húðraka við allar erfiðustu aðstæður, dregur jafnframt úr húðertingu, roða og gefur jafnan húðlit, hentar húð með rósroða. Létt áferð og engin fita, frábært á varir, kringum augu og í hársvörð. Engin ilm- rotvarnarefni, engin hormónatruflandi efni, engir nano sólarfiltrar. Valið besta dagkremið með UV vörn 2018 í alþjóðlegri keppni “Beauty Shortlist Award”> dæmt af óháðum sérfræðingum.

 • HVAÐA SÓLARVARNARSTUÐUL Á ÉG AÐ VELJA?

  Hvaða styrktarstuðul þú þarfnast hefur að gera með húðgerð þína, hversu lengi húðin mun verða í sól og á hvaða tíma dags, við hvaða aðstæður þú ert og hvað þú aðhefst. Ef þú ert með viðkvæma húð og/eða tekur inn lyf sem hafa áhrif á ljósnæmni húðarinnar eða hefur farið í húðmeðhöndlun sem gerir húðina viðkvæmari þá skaltu nota hærri stuðlanna. En það er kannski ekki nauðsyn að hafa hæstu stuðlanna ef þú ætlar að fara út í stutta útiveru, hlaup, göngu eða sitja úti í hádeginu. Þegar húðin er orðin brún nota margir lægri stuðla á líkamann en nota alltaf hæstu stuðlanna á úttsetta líkamshluta, eins og andlit, háls, bringu og axlir ásamt höndum.

  Algeng skoðun er að það séu eingöngu þeir sem hafa ljósa húð sem þurfi að nota sólvörn með háu SPF eða nota sólvarnir almennt. En staðreyndin er að allir ættu að nota sólvörn, líka þeir sem eru orðnir piparkökubrúnir eða verða strax sólbrúnir án þess að brenna. Þó svo að þú brennir ekki eða húðin sé orðin vön sólinni þá skaðast húðin samt af UVA-geislunum þar sem þeir geislar ná langt niður í neðri húðlög og geta orsakað húðskaða og húðkrabbamein til lengri tíma litið, jafnvel á unga aldri. Allt niður í 15 ára unglinga hafa greinst með sortuæxli vegna sólskaða. Sólin er stærsti orsakavaldur húðöldrunar og er sjáanlegt sem slök húð, hrukkur og húðblettir. Við mælum með að öll börn undir 16 ára aldri noti alltaf SPF30 eða SPF50.

 • HVERNIG NOTA ÉG EVY? HVE MIKIÐ MAGN OG HVERSU OFT?

  Hristu flöskuna, haltu henni lóðrétt upp og niður til að missa ekki aukalega gas framhjá. Þrýstu varlega þar til komið er það magn sem nota á. Nuddaði froðunni sem er mjúk og þétt á milli handanna og berðu svo á húðina, það nægir með handfylli af froðu á handlegg fullorðins manns, smyrðu jafnt og skipulega á hvern líkamshluta. Froðan þarf um 2-5 mínútur til að þorna eftir það finnst ekki tilfinning um að krem hafi verið borið á húðina. Hafið í huga ef það er mikill loftraki og hiti tekur það aðeins lengri tíma að húðin verði alveg þurr. Aukamagn sem er ofaukið má þvo af. Ef þið ætlið að liggja á ströndinni yfir daginn er okkar besta ráð að bera á allan líkamann um morgunin. Láttu þorna áður en þú ferð í föt til að vörnin bindist ekki fatnaðinum og minna verður þá eftir á húðinni. Passið sérstaklega að bera vel efst á lærum við baðbuxurnar, neðan við brjóstahaldara, á ristarnar á fótum og axlirnar. Þegar fólk ber á sig aftur síðdegis það er þá sem oft er illa borið á húðina og heilu flekkirnir verða útundan sem munu þá auðvitað brenna. Varðandi börn þá ligga þau sjaldnast á bakinu í sól en hugið sérstaklega vel að því að bera á eyrun og aftan á, hálsinn aftanverðu og á bakið. Í hársvörðin ef hárið er þunnt eða skiftingar. Farið varlega í sólinni og gætið hófs.

  Vörnin virkar í allt að 6 tima en alltaf er betra að bera aðeins aukalega á ef sólin er mjög sterk og mikið endurkast. 1 flaska nægir á fullorðna mannesku í cirka 10 líkamssmurningar – flaskan nægir því á sólarströnd oftast í 5 daga til viku minnst. Venjuleg sólkrem 150ml duga í 3 – 4 líkamssmurningar samkvæmt því magni sem nota á samkvæmt læknisráði til að ná þeim varnarstuðli sem á flöskunni stendur.

Ertu með spurningar um EVY?
Sendu spurningu hér á síðunni eða með netpóst eða á facebook.

Fleiri spurninga og svör

Fréttir

Fylgdu okkur á facebook.

HAFA SAMBAND

Ef þú ert með spurningar og eitthvað erindi varðandi sólarvarnir eða málefni því tengt skrifaðu þá erindið, nafnið og netfangi’ í reitinn við hliðina. Celsus hjúkrunar- og heilsuvörur er umboðsfyrirtæki og sér um dreifingu á Íslandi. Sími 5515995

Spurningar varðandi markaðsmál eða annað því tengdu  hafðu samband.

Anna Björg Hjartardóttir   anna@celsus.is

Um fyrirtækið