HVER ER MUNURINN Á BARNAVÖRN SPF 30 OG SPF 50?

December 21, 2015 6:42 pm Published by Leave your thoughts

Allar okkar vörur eru ofnæmisprófaðar, hypoallergenic og má nota barnavarnirnar frá 6 mánaða aldri. Fólk undrast hver er munurinn og hvenig skal velja barnavörn, spf30 kids eða spf50 kids? Þar sem spf30 verndar gegn 97% af UVB sólargeislum en spf50 ver 98% geislanna þá velja margir spf30 en í sérstökum tilfellum er spf50 þörf og sérstaklega á yngri börnin. Lykilatriðið að vel takist til með að verja húðina er að nota sólarvarnir rétt, nota þarf nægjanlega mikið magn til að uppgefin varnarstuðull náist á húðinni hafið í huga þetta gildir allar sólarvarnir.
Spf 30 hefur í mörg ár verndað húð fólks með vitiligo og albinó húð með góðum árangri. Vitiligosamtökin í Svíþjóð hafa yfirlýst EVY sem öruggust sólarvörnina fyrir sína félagsmenn. Samkvæmt húðlæknum er fólk stundum kærulausara með hærri stuðlanna og hugar ekki að mikilvægi þess að bera þarf á húðina jafn mikið magn og af lægri spf stuðlum. Síðan á réttum tíma þarf að endurtaka áburð. Það er umargir húðlæknar sem telja að spf50 geti veitt falska öryggistilfinningu þar sem fólki hættir til að bera mun þynnra lag af spf50 en af af lægri stuðlum.

Notið gjarnan spf50 Kids frá 6 mánaða aldri fram að 3-5 ára aldri eða lengur fer eftir húð barnsins og aðstæðum en fyrst og fremst ekki bera of þunnt lag á húðina þvi magnið ræður hvort uppgefinn varnarstuðll náist.

Categorised in:

This post was written by dgadmin

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *