HVERNIG NOTA ÉG EVY? HVE MIKIÐ MAGN OG HVERSU OFT?

December 21, 2015 6:45 pm Published by Leave your thoughts

Hristu flöskuna, haltu henni lóðrétt upp og niður til að missa ekki aukalega gas framhjá. Þrýstu varlega þar til komið er það magn sem nota á. Nuddaði froðunni sem er mjúk og þétt á milli handanna og berðu svo á húðina, það nægir með handfylli af froðu á handlegg fullorðins manns, smyrðu jafnt og skipulega á hvern líkamshluta. Froðan þarf um 2-5 mínútur til að þorna eftir það finnst ekki tilfinning um að krem hafi verið borið á húðina. Hafið í huga ef það er mikill loftraki og hiti tekur það aðeins lengri tíma að húðin verði alveg þurr. Aukamagn sem er ofaukið má þvo af. Ef þið ætlið að liggja á ströndinni yfir daginn er okkar besta ráð að bera á allan líkamann um morgunin. Láttu þorna áður en þú ferð í föt til að vörnin bindist ekki fatnaðinum og minna verður þá eftir á húðinni. Passið sérstaklega að bera vel efst á lærum við baðbuxurnar, neðan við brjóstahaldara, á ristarnar á fótum og axlirnar. Þegar fólk ber á sig aftur síðdegis það er þá sem oft er illa borið á húðina og heilu flekkirnir verða útundan sem munu þá auðvitað brenna. Varðandi börn þá ligga þau sjaldnast á bakinu í sól en hugið sérstaklega vel að því að bera á eyrun og aftan á, hálsinn aftanverðu og á bakið. Í hársvörðin ef hárið er þunnt eða skiftingar. Farið varlega í sólinni og gætið hófs.

Vörnin virkar í allt að 6 tima en alltaf er betra að bera aðeins aukalega á ef sólin er mjög sterk og mikið endurkast. 1 flaska nægir á fullorðna mannesku í cirka 10 líkamssmurningar – flaskan nægir því á sólarströnd oftast í 5 daga til viku minnst. Venjuleg sólkrem 150ml duga í 3 – 4 líkamssmurningar samkvæmt því magni sem nota á samkvæmt læknisráði til að ná þeim varnarstuðli sem á flöskunni stendur.

Categorised in:

This post was written by dgadmin

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *