VERÐUR HÚÐIN BRÚN EF ÉG NOTA HÁAN VARNARSTUÐUL?

December 21, 2015 6:40 pm Published by Leave your thoughts

Já, húðin verður brún, hár stuðull tryggir eiginlega mun frekar að t.d ljós viðkvæm húð nái því að verða brún. Ef þú sækist eftir að fá fallegan, endingargóðann sólbrúnan lit þarf að vernda húðina frá því að brenna. Um leið og húðin verður fyrir minnsta sólskaða, byrjar húðina að mynda nýja heila húð til að losna sem fyrst við skaðann. Húðin sjálf hefur ekki minnsta áhuga á að verða brún þrátt fyrir þinn vilja til að verða brún, húðin er fyrst og fremst varnarlíffæri. Því er mikilvægt að fá engan brunaroða því það er húðskaði. Ef það gerist þá eftir nokkra daga fer ysta húðlagið að þorna eða flagna og ný ljós húð að myndast. EVY sólarvörnin verndar húðina fyrir sólskaða og bruna og því nær melanínið í húðinni að mynda fallegan sólbrúnan lit sem endist lengi. Litarefnið sem myndast í sólinni tekur um 48 tíma að flytja sig upp á yfirborð húðarinnar. Forðastu því að fá minnsta brunaroða því snögg sólbrúnka sem næst á fyrstu dögnum er bara efsta lag melaninet aðeins í yfirhúðinni og hverfur aftur fljótt, það er sem sagt ekki þess virði að skaða húðina fyir nokkra daga sólbrúna húð.

Categorised in:

This post was written by dgadmin

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *