Celsus hjúkrunar- og heilsuvörur ehf. hefur í nær 20 ár selt Proderm sólarvörn sem nú hefur fengið nafnið EVY technology. Ástæðan er að alþjóðavæðing er orðin meiri en áður og það eru til húðvörur út í heimi með Proderm nafnið.
Því var stutt alþjóðlegt nafn valið, sem er auðvelt í framburð. Proderm varð á örstuttum tíma markaðsleiðandi sólarvörn og elskuð af neytendum en fjölmargir höfðu ekki getað notið sumarfrísins til fullnustu áður. Óháð markaðsstofa gerði könnun meðal neytenda og niðurstaðan var yfir 80% neytendatryggð sem er einstakt.
– Okkar langtímamarkmið er að draga úr þekkingarskorti um sjúkdóminn húðkrabbamein sem hefur aukist mikið síðari ár. Við viljum leggja okkar af mörkum til að efla þekkingu fólks á því sviði og hvernig hægt er að varast og fyrirbyggja framtíðar húðmein, en jafnframt gera það mögulegt fyrir alla að geta notið sólarinnar og góðrar útiveru á skynsaman og heilbrigðan hátt. Fjölbreitt samstarf er við húðklínikir og Vitiligosamtökin í Svíþjóð.