DAILY UV FACE MOUSSE

EVY Daily UV Face dagkrem með langvirkri UV vörn sem stenst ströngustu kröfur húðlækna. Daily face  er til daglegra nota til að byggja upp húðina gefur langvirkandi dúpraka og verja húðina fyrir ytri skaðvöldum, róar viðkvæma húð og jafnar litarháttin.

Inniheldur að auki Hyaluronicacid, kollagen, silkextrakt ásamt C- og E-vítamíni sem byggja upp húðina. Dagleg notkun fyrirbyggir brúna húðbletti og ótímabæra húðöldrun af völdum sólarinnar og mengun. Dregur úr roða og húðertingu, húðin fær fallegan ljóma, mýkist og þéttist , daglega notkun viðheldur árangri og eykur árangur. UV vörn gegn skaðlegum sólargeislum og ytri mengunarvöldum.

Alþjóðleg verðlaun 2018 sem besta andlitsdagkrem með sólarvörn
Það eru óháðir sérfræðingar í London – New York – Sidney sem dæma í keppninni, ekki er hægt að sponsra keppnina. Þáttakendur voru 600 snyrtivörumerki. Ofnæmisprófað, hentar fyrir allar húðgerðir og viðkvæma húð sem ertist af farða. Að mati dómara er Daily UV Face fullkomin vörn undir farða, teppir ekki húðina og er því hentug fyrir rósroða, ofurviðkvæma húð, exemhúð og bóluhúð. Létt áferð og engin fita.  Gott á varir og lagar varaþurrk hentar  líka vel  í hársvörð þar sem engin fita er í vörninni. Gott gegn þrota og sólarexemi, gefur eftirtektarverðan ljóma og mjúka rakafyllta húð.

Er með hæstu UVA vörn yfir 90% gegn sólskaða og ótímabærri húðöldrun sem UVA geislarnir valda fyrst og fremst og elda húðina mest. Heil húð án skaða verður fallega sólbrún. Er vörn gegn ytri mengunarvöldum, frosti og  vindum.  Daily UV Face bindur húðraka við allar erfiðustu aðstæður, dregur jafnframt úr húðertingu og jafnar húðlitinn. Gott daglega að morgni, sérlega fyrir útivist í öllum veðrum og sundferðir.

Umbúðirnar eru bakteríuheldar svo súrefni kemst ekki að innihaldinu því helst innihaldið ferskt. Engin ilmefni, engar nanóagnir eða paraben né hormónatruflandi efni. Þægilega stærð í veski, vasa og handfarangur. Fyrir jafnt konur sem karlmenn. Inniheldur 60 -90 skammta. 75ml
Valin sólarvara ársins 2017 af tímaritinu TARA.
Besta spf varan fyrir andlit 2018 – Alþjóðleg verðlaun óháðra sérfræðinga