Categories for Pressbilder
EVY Daily UV Face er til daglegra nota til húðuppbyggingar og jafnframt allt að 6 tíma full sólarvörn gegn skaða af UVA og UVB geislum og ytri mengunarvöldum. Hyaluronicacid, kollagen, silkextrakt ásamt C- og E-vítamíni byggja upp húðina. Dagleg notkun fyrirbyggir brúna húðbletti og ótímabæra húðöldrun af völdum sólarinnar. Styrkir varnir húðarinnar, húðin fær fallegan ljóma, mýkir og þéttir húðina. Daily UV Face bindur húðraka við allar erfiðustu aðstæður, dregur jafnframt úr húðertingu, roða og gefur jafnan húðlit, hentar húð með rósroða. Létt áferð og engin fita, frábært á varir, kringum augu og í hársvörð. Engin ilm- rotvarnarefni, engin hormónatruflandi efni, engir nano sólarfiltrar. Valið besta dagkremið með UV vörn 2018 í alþjóðlegri keppni “Beauty Shortlist Award”> dæmt af óháðum sérfræðingum.
Hvaða styrktarstuðul þú þarfnast hefur að gera með húðgerð þína, hversu lengi húðin mun verða í sól og á hvaða tíma dags, við hvaða aðstæður þú ert og hvað þú aðhefst. Ef þú ert með viðkvæma húð og/eða tekur inn lyf sem hafa áhrif á ljósnæmni húðarinnar eða hefur farið í húðmeðhöndlun sem gerir húðina viðkvæmari þá skaltu nota hærri stuðlanna. En það er kannski ekki nauðsyn að hafa hæstu stuðlanna ef þú ætlar að fara út í stutta útiveru, hlaup, göngu eða sitja úti í hádeginu. Þegar húðin er orðin brún nota margir lægri stuðla á líkamann en nota alltaf hæstu stuðlanna á úttsetta líkamshluta, eins og andlit, háls, bringu og axlir ásamt höndum.
Algeng skoðun er að það séu eingöngu þeir sem hafa ljósa húð sem þurfi að nota sólvörn með háu SPF eða nota sólvarnir almennt. En staðreyndin er að allir ættu að nota sólvörn, líka þeir sem eru orðnir piparkökubrúnir eða verða strax sólbrúnir án þess að brenna. Þó svo að þú brennir ekki eða húðin sé orðin vön sólinni þá skaðast húðin samt af UVA-geislunum þar sem þeir geislar ná langt niður í neðri húðlög og geta orsakað húðskaða og húðkrabbamein til lengri tíma litið, jafnvel á unga aldri. Allt niður í 15 ára unglinga hafa greinst með sortuæxli vegna sólskaða. Sólin er stærsti orsakavaldur húðöldrunar og er sjáanlegt sem slök húð, hrukkur og húðblettir. Við mælum með að öll börn undir 16 ára aldri noti alltaf SPF30 eða SPF50.
Hristu flöskuna, haltu henni lóðrétt upp og niður til að missa ekki aukalega gas framhjá. Þrýstu varlega þar til komið er það magn sem nota á. Nuddaði froðunni sem er mjúk og þétt á milli handanna og berðu svo á húðina, það nægir með handfylli af froðu á handlegg fullorðins manns, smyrðu jafnt og skipulega á hvern líkamshluta. Froðan þarf um 2-5 mínútur til að þorna eftir það finnst ekki tilfinning um að krem hafi verið borið á húðina. Hafið í huga ef það er mikill loftraki og hiti tekur það aðeins lengri tíma að húðin verði alveg þurr. Aukamagn sem er ofaukið má þvo af. Ef þið ætlið að liggja á ströndinni yfir daginn er okkar besta ráð að bera á allan líkamann um morgunin. Láttu þorna áður en þú ferð í föt til að vörnin bindist ekki fatnaðinum og minna verður þá eftir á húðinni. Passið sérstaklega að bera vel efst á lærum við baðbuxurnar, neðan við brjóstahaldara, á ristarnar á fótum og axlirnar. Þegar fólk ber á sig aftur síðdegis það er þá sem oft er illa borið á húðina og heilu flekkirnir verða útundan sem munu þá auðvitað brenna. Varðandi börn þá ligga þau sjaldnast á bakinu í sól en hugið sérstaklega vel að því að bera á eyrun og aftan á, hálsinn aftanverðu og á bakið. Í hársvörðin ef hárið er þunnt eða skiftingar. Farið varlega í sólinni og gætið hófs.
Vörnin virkar í allt að 6 tima en alltaf er betra að bera aðeins aukalega á ef sólin er mjög sterk og mikið endurkast. 1 flaska nægir á fullorðna mannesku í cirka 10 líkamssmurningar – flaskan nægir því á sólarströnd oftast í 5 daga til viku minnst. Venjuleg sólkrem 150ml duga í 3 – 4 líkamssmurningar samkvæmt því magni sem nota á samkvæmt læknisráði til að ná þeim varnarstuðli sem á flöskunni stendur.